Beint į leišarkerfi vefsins
Noršursigling - Hśsavķk

Norðursigling tekur skrefið – umhverfisvæn orka alla leið!

Með Norðursiglingu og umhverfisvænni orku

Stefna Norðursiglingar er að vera leiðandi í umhverfisvænni ferðaþjónustu við strendur Íslands og Austur–Grænlands. Í því felst tvennt í okkar augum: lágmörkun á útblæstri gróðurhúsalofttegunda frá skipum okkar og fræðsla um umhverfisvernd og sjálfbæra nýtingu auðlinda fyrir farþega okkar.

 

Áskoranir

Það er ljóst að notkun jarðefnaeldsneytis er ekki sjálfbær ef komast á hjá stórkostlegum loftslagsbreytingum. Þessar breytingar eru óvíða jafn áberandi og á norðurhveli jarðar. Norðurskautsísinn hefur hopað gífurlega á undanförnum árum, meira en nokkru sinni fyrr.

 

Nær náttúrunni – með virðingu fyrir Móður Jörð

Stærstu dýr sem lifað hafa á jörðinni eru hvalir. Mörgum hvalategundum hefur verið útrýmt með veiðum og aðrar eru enn í útrýmingarhættu vegna hinna ýmsu mannanna verka. Í hvalaskoðun erum við gestir í heimi sem við ættum að virða. Áralöng reynsla hefur veitt áhöfnum okkar dýrmæta reynslu við að nálgast hvali með lágmarks ónæði að leiðarljósi um leið og alþjóðlegum venjum í þessum efnum er fylgt.

 

Húsavík Original Whale Watching (NS-1)

Norðursigling hefur frá upphafi starfað samkvæmt stefnu sem byggir á virðingu fyrir náttúrunni. Með því að lágmarka vélanotkun og hraða bátanna þegar siglt er á svæðinu, má lágmarka útblástur koltvísýrings og minnka vélahljóð, sem veldur minna ónæði fyrir hvalina. Hvort tveggja hefur líka jákvæð áhrif á upplifun farþegans.

 

Umhverfisvænni hvalaskoðun (NS 2) – Whales, Puffins and sails

Til viðbótar við hefðbundna hvalaskoðun hefur Norðursigling, frá árinu 2002, boðið upp á hvalaskoðun og  annars konar siglingar í hefðbundnum skonnortum. Þessar ferðir opna nýja vídd í náttúruupplifun. Með því að nýta vindorku til að knýja skipið sparast bæði orka og útblástur verður enginn. Þegar siglt er undir seglum er skipið hljóðlaust, sem er mikill kostur bæði fyrir hvali og menn.

 

Rekstur með endurnýjanlegum orkugjöfum

Norðursigling stefnir að því að verða, árið 2015, fyrsta hvalaskoðunarfyrirtæki í heimi til að bjóða uppá hvalaskoðun án þess að jarðefnaeldsneyti sé notað. Norðursigling hefur, í samstarfi við fleiri aðila, þróað einstakt framdriftarkerfi sem gerir það kleift að nýta má endurnýjanlega orkugjafa til framdriftar, frekar en jarðefnaeldsneyti.

 

Í 3–4 klst hvalaskoðunarferðum verður báturinn drifinn með rafmagni frá litlum rafgeymum sem hlaðnir eru með endurnýjanlegri raforku. Í návígi við hvali og þegar lítill vindur er, verður eingöngu notast við raforku til framdriftar.
Undir seglum, mun skrúfa skipsins virka sem túrbína og framleiða rafmagn sem hleðst inn á rafgeymana. Þessi raforka nýtist bæði til framdriftar og fyrir tækjabúnað um borð.
Í lengri ferðum, verður raforkan framleidd bæði með vindorku og rafstöð.


Það er stefna Norðursiglingar að innan fárra ára verði öllum skipum fyrirtækisins breytt, þannig að endurnýjanlegir orkugjafar nýtist til framdriftar, í samræmi við þá reynslu sem nýja kerfið skilar.

 

 


Višurkenningar & vottun:

Alžjóšlegar og innlendar višurkenningar frį 1995Noršursigling er leyfishafi FeršamįlastofuNoršursigling er leyfishafi Feršamįlastofu


Mynd

  • Nįttfari og hnśfubakur


Fįnar

In English
  • North Sailing
  • Gamli Baukur
  • Skuld