Beint į leišarkerfi vefsins
Noršursigling - Hśsavķk

Saga Norðursiglingar

Saga Norðursiglingar hófst árið 1994 þegar bræðurnir Árni og Hörður Sigurbjarnarsynir keyptu 20 tonna eikarbát, m/b Knörrinn og létu gera hann upp um veturinn. Tilgangurinn var að bjarga Knerrinum frá eyðileggingu en vegna tækniframfara eru hinir hefðbundnu, íslensku eikarbátar notaðir í talsvert minni mæli sem fiskibátar og hafa smám saman verið að hverfa af miðunum. Með því að finna eikarbátunum nýjan tilgang var um leið hægt að bjarga því sem eftir var af þeirri verkþekkingu sem þurfti til viðhalds og smíði slíkra báta.

Sumarið 1995 var Knörrinn tilbúinn og hóf reglulegar siglingar með farþega á Skjálfandaflóa í náttúru- og hvalaskoðun en alls fóru um 1700 manns á sjóinn með Norðursiglingu það sumar. Ári síðar voru farþegarnir orðnir yfir 5000 manns og því varð ljóst að Knörrinn myndi ekki duga til að anna eftirspurn og fjárfest í nýjum bát, Hauki. Næstu tvö árin sigldu bæði Knörrinn og Haukur í hvalaskoðun á Skjálfanda. Árið 1998 hafði farþegum fjölgað upp í 12.000 manns og því var enn ákveðið að bæta við bát. Í þetta sinn var keyptur mun stærri bátur, Náttfari, og hefur hann siglt sleitulaust frá árinu 1999.

 

Veitingahúsið Gamli Baukur var byggt árið 1998 og setti Norðursigling upp afgreiðslu og miðasölu í hluta hússins og leigði hinn hlutann út fyrir veitingasölu. Ári síðar var Skipasmíðastöðin byggð við Gamla Bauk og þar með bættist til muna aðstaða veitingahússins og sýningaraðstaða Norðursiglingar fyrir muni tengda strandmenningu auk þess sem þar varð til vettvangur fyrir ýmsa aðra menningarviðburði. Norðursigling tók síðar við rekstri veitingahússins og rekur hann enn í dag. Frá upphafi hefur Gamli Baukur verið mikilvægur punktur í daglegu lífi Norðursiglingar sem og menningarlífi Húsvíkinga.

 

Á fyrstu árum nýrrar aldar var árlegur farþegafjöldi kominn yfir 20.000 og ráðist var í afdrifaríkar framkvæmdir. Veturinn 2001-2002 var Haukurinn tekinn í slipp þar sem honum var breytt í tveggja mastra skonnortu. Skrokklag bátsins þótti ákjósanlegt og eftir miklar breytingar og uppsetningu á reiða rann fleyið niður úr slippnum á Húsavík, í júní árið 2002. Ári síðar hóf Haukurinn að sigla á sérstakri áætlun í ferðum sem nefnast „hvalir, lundar & segl“ þar sem sameinast hvalaskoðun, lundaskoðun og tækifæri til siglinga.

 

Sama ár bættist Bjössi Sör í flota hvalaskoðunarbáta og hefur hann síðan verið einn mest notaði bátur fyrirtækisins.

 

Á næstu árum hélt farþegum áfram að fjölga jafnt og þétt og tvær mikilvægar breytingar urðu á húsakosti Norðursiglingar. Svartibakki var byggður aftan við Gamla Bauk árið 2006 en hann hýsir nú aðalskrifstofu fyrirtækisins, vinnslueldhús fyrir Gamla Bauk auk þess sem þar er salernisaðstaða fyrir farþega. Sama ár opnaði Kaffi Skuld en Skuld er gamalt, húsvískt timburhús sem stóð við Stangarbakkann og átti að eyðileggja. Norðursigling keypti húsið, gerði það upp og flutti ofan á þak Svartabakka. Þar hefur síðan verið starfrækt mjög líflegt kaffihús yfir sumartímann og árið 2009 var þar einnig opnuð minjagripasala.

 

Síðla árs 2009 var ráðist í enn frekari framkvæmdir og hafist handa við endurnýjun tveggja báta. Þar er annars vegar um að ræða Garðar og hins vegar skonnortuna Hildi. Garðar er allra stærsti bátur Norðursiglingar en þegar farþegafjöldinn var kominn vel yfir 30.000 á ári var orðið ljóst að enn þyrfti að bæta við flotann og var unnið í honum á Húsavík um veturinn. Á sama tíma var Hildi breytt í skonnortu svipaða Hauki, mun stærri þó, í skipasmíðastöðinni í Egernsund í Danmörku. Frá og með árinu 2010 munu því sex bátar geta fylgt farþegum úr höfn á Húsavík í ævintýraleit á Skjálfandaflóa.


Višurkenningar & vottun:

Alžjóšlegar og innlendar višurkenningar frį 1995Noršursigling er leyfishafi FeršamįlastofuNoršursigling er leyfishafi Feršamįlastofu


Mynd

  • Nįttfari og hnśfubakur


Fįnar

In English
  • North Sailing
  • Gamli Baukur
  • Skuld