Beint į leišarkerfi vefsins
Noršursigling - Hśsavķk

Um hvalaskoðun

Reglubundnar hvalaskoðunarferðir í Skjálfandaflóa hófust á Knerrinum árið 1995. Smám saman hefur hvalaskoðun vaxið fiskur um hrygg og farþegum hefur fjölgað jafnt og þétt sem hefur leitt til þess að endurbyggðum eikarbátum Norðursiglingar hefur fjölgað úr einum í sex, þar af eru tvær skonnortur.

 

Í upphafi var hrefnan algengasti hvalurinn í flóanum en á síðari árum hafa fleiri tegundir bæst í hópinn. Má þar nefna hnúfubakinn sem vekur ávallt verðskuldaða athygli því hann lyftir yfirleitt sporði áður en hann kafar og á það til að veifa geysistórum bægslum eða jafnvel stökkva upp úr yfirborðinu.

 

Flóinn er þó ekki einungis vinsæll vegna hvalanna; fuglar og almenn náttúrufegurð eiga sinn þátt í að gera hvalaskoðun í Skjálfandaflóa eftirminnilega. Í flóanum eru tvær eyjar, Lundey og Flatey, þar sem fjölmargir fuglar verpa, til að mynda lundar, kríur og svartfugl auk þess sem súlur, kjóar og skúmar sjást þar oft í ætisleit. Hin tignarlegu Víknafjöll í vestanverðum flóanum setja óneitanlega svip sinn á ferðirnar.


Višurkenningar & vottun:

Alžjóšlegar og innlendar višurkenningar frį 1995Noršursigling er leyfishafi FeršamįlastofuNoršursigling er leyfishafi Feršamįlastofu


Mynd

  • Nįttfari og hnśfubakur


Fįnar

In English
  • North Sailing
  • Gamli Baukur
  • Skuld