Beint į leišarkerfi vefsins
Noršursigling - Hśsavķk

Hvalir Skjálfanda

Frá upphafi hvalaskoðunarferða hefur hrefnan verið algengasti hvalurinn í Skjálfandaflóa. Með árunum hefur þó hnúfubakurinn orðið tíður gestur í flóanum en auk þess eru hnísur og höfrungar algeng sjón. Segja má að mestar líkur séu að sjá einhverja þessara fjögurra tegunda í hvalaskoðunarferð.

Síðustu ár, einkum fyrri hluta sumars, hefur steypireyðurin, stærsta dýr veraldar, einnig vanið komur sínar í flóann en fágætari tegundir á borð við langreyði, háhyrning, andarnefju og sandreyði flækjast í flóann við og við.

 

Hér að neðan má sjá lista yfir alla hvali sem sést hafa í Skjálfanda og skemmtilegar upplýsingar um þá.

 

 

Hrefna

HrefnaHrefnan er minnst skíðishvala en er samt sem áður engin smásmíði. Hún getur orðið allt að tíu metrar að lengd og vegið tíu tonn.

Meira

 

 

Hnýðingur

HnýðingurHnýðingur er sú tegund höfrunga sem oftast sést í hvalaskoðunarferðum. Talið er að stofninn við Ísland sé um 10–12.000 dýr.

Meira

 

 

Hnúfubakur

hnufubakurHnúfubakar koma upp að ströndum Íslands á vorin eins og flest stórhvelin. Þeir koma sunnan úr höfum frá vetrarstöðvunum, sem eru t.d. í Mexíkóflóa.

Meira

 

 

Hnísa

hnisaHnísan er minnsta hvalategundin hér við land en afar algeng. Stofninn er líklega um 25–27.000 dýr. Hnísur fara oft saman í hópum þó svo að stundum megi rekast á stök dýr.

Meira

 

 

Steypireyður

steypireydurSteypireyðurin er stærsta dýr sem nokkru sinni hefur lifað á jörðinni. Lengsta steypireyður sem mæld hefur verið var 33 ½ metri og sú þyngsta var nærri 200 tonn.

Meira

 

 

Andarnefja

andarnefjaAndarnefjan er álíka stór og hrefna en mjög ólík henni. Andarnefjan, sem er brúnleit á lit, er fremur sjaldséð inni á fjörðum og flóum en heldur sig frekar þar sem djúpt er og mun engin hvalategund kafa dýpra en andarnefjan nema búrhvalurinn.

Meira

 

 

Langreyður

langreydurLangreyður er skíðishvalur eins og steypireyður og tegundirnar eru náskyldar. Langreyðar koma hingað á vorin og dvelja fram á haust.

Meira

 

 

Sandreyður

sandreydurSandreyðurin er skíðishvalur eins og steypireyður og langreyður. Sandreyðar koma upp að ströndum Íslands á vorin eins og flest önnur stórhveli eftir vetrardvöl í Suðurhöfum.

Meira

 

 

Grindhvalur

grindhvalurGrindhvalurinn er af ætt höfrunga og algengur við Ísland. Talið er að stofninn, sem heldur sig á íslensku hafsvæði, sé um 35.000 dýr.

Meira

 

 

Háhyrningur

hahyrningurHáhyrningurinn er líklega einhver þekktasta hvalategund veraldar, ekki síst vegna þeirrar athygli sem fangaðir háhyrningar hafa hlotið í sædýrasöfnum um allan heim.

Meira

 

 

Búrhvalur

burhvalurBúrhvalurinn er stærstur tannhvala. Hann kemur upp að ströndum Íslands á vorin eftir vetrardvöl í Suðurhöfum. Búrhvalir halda sig mest á djúpslóð þar sem skilyrði til fæðuöflunar eru best.

Meira


Višurkenningar & vottun:

Alžjóšlegar og innlendar višurkenningar frį 1995Noršursigling er leyfishafi FeršamįlastofuNoršursigling er leyfishafi Feršamįlastofu


Mynd

  • Nįttfari og hnśfubakur


Fįnar

In English
  • North Sailing
  • Gamli Baukur
  • Skuld