Beint į leišarkerfi vefsins
Noršursigling - Hśsavķk

Hvalaskoðun frá Ólafsfirði NSO-1

Hnúfubakur við bátSumarið 2011 bauð Norðursigling í fyrsta sinn upp á hvalaskoðun frá smábænum Ólafsfirði á Tröllaskaga. Ólafsfjörður er kjörinn til hvalaskoðunar, staðsettur við mynni Eyjafjarðar, steinsnar frá þekktum hvalaslóðum. Líkt og á Húsavík hefur sjávarútvegur ávallt leikið veigamikið hlutverk í lífi Ólafsfirðinga og gamlir íslenskir eikarbátar í hvalaskoðun krydda tvímælalaust tilveru hins hefðbunda sjávarpláss.

 

Með tikomu langþráðra Héðinsfjarðarganga er Tröllaskagi ákjósanlegur áfangastaður sem hefur uppá margt að bjóða. Sem dæmi má nefna Vesturfarasetrið á Hofsósi, Síldarminjasafn og Þjóðlagasetur á Siglufirði, og nú, hvalaskoðun frá Ólafsfirði.

 

Hvalaskoðunarferðir frá Ólafsfirði eru sambærilegar hinni upphaflegu hvalaskoðunarferð, NS-1, sem kom Húsavík á kortið sem höfuðstaður hvalaskoðunar í Evrópu. Lagt verður úr höfn allt að þrisvar sinnum á dag yfir hásumarið og siglt í um það bil 3 klukkustundir. Um borð verður boðið uppá létta hressingu, leiðsögn og aukafatnað ef þess gerist þörf.Višurkenningar & vottun:

Alžjóšlegar og innlendar višurkenningar frį 1995Noršursigling er leyfishafi FeršamįlastofuNoršursigling er leyfishafi Feršamįlastofu


Mynd

  • Nįttfari og hnśfubakur


Fįnar

In English
  • North Sailing
  • Gamli Baukur
  • Skuld