Beint į leišarkerfi vefsins
Noršursigling - Hśsavķk

Bátar og segl

Varðveisla

Our boatsEitt helsta markmið Norðursiglingar er varðveisla íslenskra eikarbáta. Með smíði eikarbáta náðu íslenskir iðnaðarmenn einstaklega langt í því handverki svo að nánast er um listgrein að ræða. Smiðareglurnar voru strangari hér á landi bæði hvað varðar styrkleika og val á efni. Norðursigling hefur haft eikarbáta í siglingu með farþega á Skjálfanda síðan 1995. Sú reynsla hefur sýnt að eikarbátar eru einstaklega þægilegir, hljóðlátir og hafa rólegar hreyfingar og henta eikarbátar Norðursiglingar því einkar vel til hvala- og náttúruskoðunar.

Seglbátarnir

Tveir af bátum Norðursiglingar hafa verið endurbyggðir sem tveggja mastra seglskip og svipar þeim mjög til fiskiskonnorta þeirra sem algengar voru við Norðurland á seinni hluta 19. aldar. Með þessu vill Norðursigling viðhalda kunnáttu sem nærri var gleymd og sjá til þessi að gömul gildi gleymist ekki. Skúturnar tvær, Haukur og Hildur, eru báðar notaðar í almennar ferðir Norðursiglingar og eru einnig til taks í sérhæfðari verkefni.Višurkenningar & vottun:

Alžjóšlegar og innlendar višurkenningar frį 1995Noršursigling er leyfishafi FeršamįlastofuNoršursigling er leyfishafi Feršamįlastofu


Mynd

  • Nįttfari og hnśfubakur


Fįnar

In English
  • North Sailing
  • Gamli Baukur
  • Skuld